Jónas Örn í úrslit og keppir um fimm milljónir 5. maí 2006 13:00 Jónas Örn, sem er tuttugu og eins árs gamall verkfræðinemi, gerði sér lítið fyrir og lagði Illuga Jökulsson í hörku rimmu. Fyrirfram töldu ugglaust fleiri Illuga vera sigurstranglegri enda annálað gáfumenni sem hafði farið mikinn í Meistaranum fram til þessa. En Jónas Örn hafði sjálfur slegið rækilega í gegn í keppninni með því að sýna geysilega víðtæka þekkingu og undirstrikaði þennan styrk sinn svo um munaði í viðureigninni við Illuga. Þegar aðeins ein spurning var eftir hafði Illugi þó forystuna, leiddi 19-18. Hann ákvað þá að tefla djarft og lagði 5 stig undir - stjórnandanum Loga Bergmanni til talsverðrar furðu. Spurningin var úr hvaða á hæsti foss landsins, Glymur, rennur og svaraði Illugi henni rangt. Með því glataði hann fimm stigum og þar með viðureigninni; staðan orðin 18-14. Lyktir leiksins urðu síðan 19-14, þegar Jónas Örn átti svar við spurningunni, sem er Botnsá í Hvalfirði. Þar með er Jónas Örn búinn að tryggja sér sæti í fyrstu úrslitaviðureign Meistarans. Þar kemur hann til með að keppa annað hvort við Erling Sigurðarson eða Ingu Þóru Ingvarsdóttur um nafnbótina Meistarinn og hvorki meira né minna en 5 milljónir króna í beinhörðum peningum. Það ræðst að viku liðinni hvort þeirra; Erlingur eða Inga Þóra, mætir Jónasi Erni, þegar þau eigast við í Meistaranum - sem sýndur verður á Stöð 2, fimmtudaginn 11. maí kl. 20.05. Nánari upplýsingar um Jónas Örn Helgason:Jónas Örn er tuttugu og eins árs gamall verkfræðinemi og stúdent frá MH. Margir muna eftir honum úr Gettu betur þar sem hann keppti fyrir hönd MH í þrjú ár með eftirtektarverðum árangri. Helstu áhugasvið Jónasar eru tónlist, gamanþættir og partístand. Jónas Örn er í kór og spilar á gítar. Jónas Örn mætti til leiks í annarri umferð og lagði þá Hauk Harðarson viðskiptafræðing, en sá hafði einmitt lagt föður Jónasar Arnar, Helga Árnason skólastjóra Rimaskóla. Í 8 manna úrslitum lagði Jónas Örn síðan fyrrverandi keppinaut sinn úr Gettu betur, Steinþór Arnsteinsson í æsispennandi viðureign. Frekari upplýsingar um Meistarann:Meistarinn er alvöru spurningaþáttur, "klassískur spurningaþátt," eins og stjórnandi þáttarins, Logi Bergmann hefur orðað það. Fréttaþulurinn Logi Bergmann er hreint enginn aukvisi þegar kemur að því að stýra spurningaþætti en hann var stjórnandi spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur við góðan orðstír í sjö ár. Meistarinn er öllum opinn. Markmiðið með þættinum var að leiða saman til spennandi einvígis skörpustu menn og konur landsins; jafnt þau sem þegar eru orðin landsmönnum að góðu kunn fyrir frækna framgöngu í spurningakeppnum, sem og aðra sem til stendur að uppgötva, laða fram á sjónvarsviðið. Allir sem náð hafa 20 aldursárum áttu þess kost að taka þátt. Efnt var til inntökuprófs - "Meistaraprófs" - í nóvember á fjórum stöðum á landinu, í Reykjavík, Egilsstöðum, Akureyri og á Ísafirði og var þáttaka með mesta móti. Þeir hlutskörpustu í prófinu munu mæta til leiks í Meistaranum, ásamt nokkrum af nafntogaðri gáfumönnum og spurningahaukum lansins. Meistarinn á sér enga fyrirmyndir, er nýr og fjölbreyttur spurningaþáttur fyrir alla fjölskylduna, sem sameina mun allt það besta sem tíðkast hefur í vinsælum spurningaþáttum. Spennan verður í hávegum höfð og mun ekki einasta reyna á þekkingu keppenda heldur ekki síður kænsku þeirra og heppni. Spurningar eru almenns eðlis, um allt og ekkert, allt frá því að vera níþungar í að vera laufléttar. Reynir því ekki einasta á gáfur keppenda heldur ekki hvað síst á kænsku og heppni. Einn mikilvægasti liðurinn í keppninni er nefnilega sá að keppendur þurfa að velja flokka ýmist handa sér eða mótkeppanda sínum. Keppendur þurfa því að spreyta sig á flokkum sem mótkeppandi velur jafnt og hinum ýmsu mynd- og hljóðdæmum. Þurfi keppandi því að hafa heppnina sín megin og leika leikinn að kænsku til að reyna að koma andstæðingum sínum fyrir kattanef. Sá sem krýndur verður Meistarinn eftir að hafa lagt alla keppinauta sína í maður-á-mann útsláttarkeppni mun fá að launum 5 milljónir króna í beinhörðum peningum. Í fyrstu umferð sitja tíu manns hjá. Að fyrstu umferð lokinni þurfa þau sextán sem eftir standa að berjast upp á líf og dauða til að komast áfram í næstu umferð, rétt eins og um bikarkeppni sé að ræða. Meistarinn er á dagskrá á fimmtudögum kl. 20.05 og þátturinn er endursýndur á laugardögum um kl. 16:00 og mánudögum kl. 22.55. Hægt er að nálgast Meistarann og aðra íslenska þætti sem sýndir eru á Stöð 2, Sirkus, Sýn og NFS á Vísir VefTV visis.is Meistarinn Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Fyrsta háhælahlaup Íslandssögunnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Sjá meira
Jónas Örn, sem er tuttugu og eins árs gamall verkfræðinemi, gerði sér lítið fyrir og lagði Illuga Jökulsson í hörku rimmu. Fyrirfram töldu ugglaust fleiri Illuga vera sigurstranglegri enda annálað gáfumenni sem hafði farið mikinn í Meistaranum fram til þessa. En Jónas Örn hafði sjálfur slegið rækilega í gegn í keppninni með því að sýna geysilega víðtæka þekkingu og undirstrikaði þennan styrk sinn svo um munaði í viðureigninni við Illuga. Þegar aðeins ein spurning var eftir hafði Illugi þó forystuna, leiddi 19-18. Hann ákvað þá að tefla djarft og lagði 5 stig undir - stjórnandanum Loga Bergmanni til talsverðrar furðu. Spurningin var úr hvaða á hæsti foss landsins, Glymur, rennur og svaraði Illugi henni rangt. Með því glataði hann fimm stigum og þar með viðureigninni; staðan orðin 18-14. Lyktir leiksins urðu síðan 19-14, þegar Jónas Örn átti svar við spurningunni, sem er Botnsá í Hvalfirði. Þar með er Jónas Örn búinn að tryggja sér sæti í fyrstu úrslitaviðureign Meistarans. Þar kemur hann til með að keppa annað hvort við Erling Sigurðarson eða Ingu Þóru Ingvarsdóttur um nafnbótina Meistarinn og hvorki meira né minna en 5 milljónir króna í beinhörðum peningum. Það ræðst að viku liðinni hvort þeirra; Erlingur eða Inga Þóra, mætir Jónasi Erni, þegar þau eigast við í Meistaranum - sem sýndur verður á Stöð 2, fimmtudaginn 11. maí kl. 20.05. Nánari upplýsingar um Jónas Örn Helgason:Jónas Örn er tuttugu og eins árs gamall verkfræðinemi og stúdent frá MH. Margir muna eftir honum úr Gettu betur þar sem hann keppti fyrir hönd MH í þrjú ár með eftirtektarverðum árangri. Helstu áhugasvið Jónasar eru tónlist, gamanþættir og partístand. Jónas Örn er í kór og spilar á gítar. Jónas Örn mætti til leiks í annarri umferð og lagði þá Hauk Harðarson viðskiptafræðing, en sá hafði einmitt lagt föður Jónasar Arnar, Helga Árnason skólastjóra Rimaskóla. Í 8 manna úrslitum lagði Jónas Örn síðan fyrrverandi keppinaut sinn úr Gettu betur, Steinþór Arnsteinsson í æsispennandi viðureign. Frekari upplýsingar um Meistarann:Meistarinn er alvöru spurningaþáttur, "klassískur spurningaþátt," eins og stjórnandi þáttarins, Logi Bergmann hefur orðað það. Fréttaþulurinn Logi Bergmann er hreint enginn aukvisi þegar kemur að því að stýra spurningaþætti en hann var stjórnandi spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur við góðan orðstír í sjö ár. Meistarinn er öllum opinn. Markmiðið með þættinum var að leiða saman til spennandi einvígis skörpustu menn og konur landsins; jafnt þau sem þegar eru orðin landsmönnum að góðu kunn fyrir frækna framgöngu í spurningakeppnum, sem og aðra sem til stendur að uppgötva, laða fram á sjónvarsviðið. Allir sem náð hafa 20 aldursárum áttu þess kost að taka þátt. Efnt var til inntökuprófs - "Meistaraprófs" - í nóvember á fjórum stöðum á landinu, í Reykjavík, Egilsstöðum, Akureyri og á Ísafirði og var þáttaka með mesta móti. Þeir hlutskörpustu í prófinu munu mæta til leiks í Meistaranum, ásamt nokkrum af nafntogaðri gáfumönnum og spurningahaukum lansins. Meistarinn á sér enga fyrirmyndir, er nýr og fjölbreyttur spurningaþáttur fyrir alla fjölskylduna, sem sameina mun allt það besta sem tíðkast hefur í vinsælum spurningaþáttum. Spennan verður í hávegum höfð og mun ekki einasta reyna á þekkingu keppenda heldur ekki síður kænsku þeirra og heppni. Spurningar eru almenns eðlis, um allt og ekkert, allt frá því að vera níþungar í að vera laufléttar. Reynir því ekki einasta á gáfur keppenda heldur ekki hvað síst á kænsku og heppni. Einn mikilvægasti liðurinn í keppninni er nefnilega sá að keppendur þurfa að velja flokka ýmist handa sér eða mótkeppanda sínum. Keppendur þurfa því að spreyta sig á flokkum sem mótkeppandi velur jafnt og hinum ýmsu mynd- og hljóðdæmum. Þurfi keppandi því að hafa heppnina sín megin og leika leikinn að kænsku til að reyna að koma andstæðingum sínum fyrir kattanef. Sá sem krýndur verður Meistarinn eftir að hafa lagt alla keppinauta sína í maður-á-mann útsláttarkeppni mun fá að launum 5 milljónir króna í beinhörðum peningum. Í fyrstu umferð sitja tíu manns hjá. Að fyrstu umferð lokinni þurfa þau sextán sem eftir standa að berjast upp á líf og dauða til að komast áfram í næstu umferð, rétt eins og um bikarkeppni sé að ræða. Meistarinn er á dagskrá á fimmtudögum kl. 20.05 og þátturinn er endursýndur á laugardögum um kl. 16:00 og mánudögum kl. 22.55. Hægt er að nálgast Meistarann og aðra íslenska þætti sem sýndir eru á Stöð 2, Sirkus, Sýn og NFS á Vísir VefTV visis.is
Meistarinn Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Fyrsta háhælahlaup Íslandssögunnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Sjá meira