Detroit valtaði yfir Milwaukee 4. maí 2006 05:10 Rip Hamilton var sjóðandi heitur gegn Milwaukee í nótt og hitti úr 15 af 23 skotum sínum NordicPhotos/GettyImages Detroit Pistons varð í kvöld fyrsta liðið til að komast áfram í úrslitakeppni Austurdeildarinnar þegar liðið valtaði yfir Milwaukee Bucks á heimavelli sínum 122-93 og vann því einvígið nokkuð sannfærandi 4-1. Rip Hamilton fór á kostum í liði Detroit og skoraði 40 stig þó hann hefði aðeins spilað þrjá leikhluta. Það varð snemma ljóst hvert stefndi í leiknum, sem sýndur var í beinni útsendingu á NBA TV. Herbragð Detroit var að koma Rip Hamilton inn í leikinn eins fljótt og hægt var og hann brást ekki félögum sínum frekar en fyrri daginn. Lið Milwaukee réði ekkert við hann frekar en aðra leikmenn Detroit og var undir 39-23 eftir fyrsta leikhlutann. Rip Hamilton skoraði 40 stig og hitti úr 15 af 23 skotum utan af velli. Rasheed Wallace skoraði 22 stig og hitti úr 8 af 11 skotum sínum og Chauncey Billups skoraði 17 þrátt fyrir að taka aðeins 5 skot allan leikinn. Michael Redd var eini leikmaður Milwaukee sem talist gat með lífsmarki og skoraði 23 stig. Detroit vann einnig auðveldan sigur á Milwaukee í fyrstu umferð úrslitakeppninnar árið 2004, en þá var byrjunarlið Detroit skipað nákvæmlega sömu leikmönnum og í dag. Fjórir þessara sömu leikmanna voru í byrjunarliði Detroit í úrslitakeppninni fyrir fjórum árum. Rip Hamilton hafði áður skorað mest 33 stig í tvígang í úrslitakeppni. Kelly Tripucka, Chauncey Billups, Isiah Thomas og Dave Bing, sem eru einu leikmennirnir í sögu Detroit sem skorað hafa yfir 40 stig í leik í úrslitakeppni. Detroit hefur unnið 10 af síðustu 11 leikjum sínum í úrslitakeppni, þar sem liðið hefur möguleika á að slá andstæðing sinn úr keppni og undantekningin þar á er aðeins oddaleikur liðsins gegn San Antonio í lokaúrslitunum í fyrra. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira
Detroit Pistons varð í kvöld fyrsta liðið til að komast áfram í úrslitakeppni Austurdeildarinnar þegar liðið valtaði yfir Milwaukee Bucks á heimavelli sínum 122-93 og vann því einvígið nokkuð sannfærandi 4-1. Rip Hamilton fór á kostum í liði Detroit og skoraði 40 stig þó hann hefði aðeins spilað þrjá leikhluta. Það varð snemma ljóst hvert stefndi í leiknum, sem sýndur var í beinni útsendingu á NBA TV. Herbragð Detroit var að koma Rip Hamilton inn í leikinn eins fljótt og hægt var og hann brást ekki félögum sínum frekar en fyrri daginn. Lið Milwaukee réði ekkert við hann frekar en aðra leikmenn Detroit og var undir 39-23 eftir fyrsta leikhlutann. Rip Hamilton skoraði 40 stig og hitti úr 15 af 23 skotum utan af velli. Rasheed Wallace skoraði 22 stig og hitti úr 8 af 11 skotum sínum og Chauncey Billups skoraði 17 þrátt fyrir að taka aðeins 5 skot allan leikinn. Michael Redd var eini leikmaður Milwaukee sem talist gat með lífsmarki og skoraði 23 stig. Detroit vann einnig auðveldan sigur á Milwaukee í fyrstu umferð úrslitakeppninnar árið 2004, en þá var byrjunarlið Detroit skipað nákvæmlega sömu leikmönnum og í dag. Fjórir þessara sömu leikmanna voru í byrjunarliði Detroit í úrslitakeppninni fyrir fjórum árum. Rip Hamilton hafði áður skorað mest 33 stig í tvígang í úrslitakeppni. Kelly Tripucka, Chauncey Billups, Isiah Thomas og Dave Bing, sem eru einu leikmennirnir í sögu Detroit sem skorað hafa yfir 40 stig í leik í úrslitakeppni. Detroit hefur unnið 10 af síðustu 11 leikjum sínum í úrslitakeppni, þar sem liðið hefur möguleika á að slá andstæðing sinn úr keppni og undantekningin þar á er aðeins oddaleikur liðsins gegn San Antonio í lokaúrslitunum í fyrra.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira