Innlent

Metsala á erlendum verðbréfum

Aldrei hafa íslenskir fjárfestar selt jafnmikið af erlendum verðbréfum og síðastliðinn marsmánuð, í það minnsta ekki frá því mælingar hófust árið 1994. Nettósala nam 44,3 milljörðum króna í marsmánuði en leita þarf aftur til ársins 2002 til að finna nettósölu, síðan þá hafa íslenskir fjárfestar keypt meira en þeir hafa selt. Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans.

Skýringin er líkast til veiking krónunnar sem hefur í för með sér að mikill gróði fylgir því að selja erlend hlutabréf nú sem keypt voru meðan krónan var upp á sitt sterkasta. Því sæta margir fjárfestar lagi núna og selja erlend hlutabréf sín.

Greiningardeild bankans gerir fastlega ráð fyrir að niðurstöður aprílmánaðar sýni áframhaldandi nettósölu þar sem bæði FL Group og Landsbanki Íslands hafa selt mikið af hlutabréfum í mánuðinum






Fleiri fréttir

Sjá meira


×