Innlent

Sala tækja frá Össuri jókst um 93%

Sala tækja frá Össuri jókst um 93% mælt í Bandaríkjadölum á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Alls nam salan 60 milljónum dala eða um 3,9 milljörðum króna. Jón Sigurðsson forstjóri fyrirtækisins segir í fréttatilkynningu sem fyrirtækið sendi nýverið frá sér að hann sé sáttur við niðurstöðurnar. Þær séu í efri mörkum þess sem stjórnendur gerðu ráð fyrir.

Jón segir enn fremur að framtíðarsýn Össurar sé sé að verða í sama forystuhlutverki á sviði stuðningstækja og fyrirtækið hafi þegar náð á sviði stoðtækja. Tæknileg forysta fyrirtækisins hafi komið skýrt fram þegar rafeindastýrðu vörurnar Power Knee og Proprio Foot hafi verið kynntar.

Össur er nú annar stærsti stoðtækjaframleiðandinn í heiminum en um það bil 1200 starfsmenn vinna nú hjá fyrirtækinu á 13 starfstöðum víða um heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×