Innlent

Þjóðsögur og þulur hjá Nemendaleikhúsinu

Þjóðsögur og þulur eru í aðalhlutverki í sýningu nemendaleikhúss Listaháskóla Íslands sem sett er upp á Litla sviði Þjóðleikhússins. Í sýningunni er drepið á frægum þjóðsögum eins og Nú skyldi ég hlæja ef ég væri ekki dauður, sem er einnig titill sýningarinnar. Auk þess bregður fyrir þeim Gilitrutt, Bakkabræðrum, púkanum og fjósamanninum og Búkollu, svo nokkur séu nefnd.

Leikendur eru útskriftarárgangur úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands og er leikgerðin afrakstur leikaranna, leikstjórans Ágústu Skúladóttur auk annarra sem lagt hafa hönd á plóginn. Ragnhildur Gísladóttir semur og sér um tónlistina, en hún leggur nú stund á nám í tónsmíðum við Listaháskólann.

Leikstíllinn er stórgerður, fjörugur og litríkur og vísar í teiknimyndasögur og goðsögur. Sýningin er ætluð börnum á öllum aldri allt frá fjögurra til níutíu og fjögurra ára.

Frumsýning er á fimmtudaginn og verða nokkrar sýningar í Reykjavík áður en leikhópurinn leggur land undir fót og setur sögurnar á svið fyrir Akureyringa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×