Skotinn Graeme Dott varð í gær heimsmeistari í snóker þegar hann lagði enska spilarann Peter Ebdon 18-14 í maraþonúrslitaleik í Sheffield á Englandi. Besti árangur Dott til þessa hafði verið silfurverðlaun á mótinu fyrir tveimur árum, en hann náði loks að vinna mótið í gær. Dott náði öruggri forystu í upphafi einvígisins, en var nánast búinn að missa hana niður þegar hann loks náði að vinna síðasta rammann.
Dott heimsmeistari

Mest lesið




Svona er hópur Íslands sem fer á EM
Körfubolti


Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“
Íslenski boltinn

Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur
Enski boltinn


