Innlent

1. maí í rysjóttu veðri

Víða um land voru kröfugöngur og útifundir í tilefni baráttudagsins, oft í rysjóttu veðri. Talsverður fjöldi marséraði undir blaktandi fánum í Reykjavík, frá Hlemmi niður á Ingólfstorg. Baráttudagur launamanna heilsaði með glaðlegra móti víða um land í morgun, en skýin hlóðust upp þegar líða tók á daginn. Verkalýðsforingjarnir dreyfðu sér venju samkvæmt um landið í dag. Grétar Þorsteinsson, formaður Alþýðusambandsins, flutti barátturæðu sína á Húsavík. Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, hélt ræðu á Ísafirði en Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, ávarpaði launamenn í Reykjanesbæ. Í Reykjavík héldu veðurguðirnir úrkomunni í skefjum fram yfir útifundinn á Ingóllfstorgi, en strax að honum loknum skall hann á með hagléli. Verkalýðsbaráttan hefur breyst og krafturinn er ekki sá sami og áður segir eldri kynslóðin, en fyrsti maí virðist þó enn skipa sérstakan sess í hugum fólks.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×