Innlent

Óttast um lífríki Lagarfljóts

Skilyrði fiska og þörunga í Lagarfljóti munu versna þegar Jökulsá á Dal verður leidd í árfarveg fljótsins í kjölfar Kárahnjúkavirkjunar. Umhverfissinnar vilja frekari rannsóknir á hugsanlegum skaða og var haldin málstofa um það á degi umhverfisins.

Á degi umhverfisins í síðustu viku var húsfylli á hótel Héraði þar sem ræddar voru hugsanlegar breytingar sem verða á Lagarfljóti í kjölfar Kárahnjúkavirkjunar. Mest er af silungi í flljótinu en einnig er þar lax í nokkrum mæli.

Guðni Guðbergsson, fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun, segir erfitt að spá um hversu mikið skilyrði fiksana muni versna. Fyrir er grugg í fljótinu óstöðugt en það stjórnast af tíðarfari og framburði úr jöklum. Við breytingarnar má búast við enn meira gruggi og því að fljótið verði kaldara og því telja margir þörf á frekari rannsóknum. Því er Guðni sammála enda um mikið vatnasvæði að ræða.Lífríkið niður allt fljótið mun raskast þegar Jökulsá á Dal verður leidd í árfarveginn.

Birtan í Lagarfljóti nær niður á eins metra dýpi en búast má við að hún komi ekki til með að ná niður nema hálfan metra eftir breytingarnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×