Innlent

Tekinn á 144 kílómetra hraða

Ökumaður var stöðvaður eftir að bifreið hans mældist á 150 kílómetra hraða í umdæmi lögreglunnar á Dalvík í dag. Hann var þó ekki sá eini sem ók ansi greitt á norðanverðu landinu í dag því lögreglan á Blönduósi stöðvaði einn sem hafði mælst á 150 kílómetra hraða.

Lögreglan á Blönduósi hefur verið við hraðaeftirlit og mælt um 20 ökumenn á of miklum hraða.

Talsverð umferð er að sögn lögreglu og ljóst að margir hafa notað tækifærið þessa löngu helgi til að leggjast í ferðalög. Umferðin hefur gengið vel þrátt fyrir að vera mikil.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×