Innlent

DV framvegis helgarblað

Útgáfu DV verður hætt í núverandi mynd og kemur blaðið framvegis aðeins út um helgar. Tíu manns verður sagt upp störfum á ritstjórninni. Þetta kom fram á starfsmannafundi hjá blaðinu í dag.

Einn af þeim sem lætur af störfum er Björgvin Guðmundsson, annar ritstjóra blaðsins. Páll Baldvin Baldvinsson, hinn ritstjóri blaðsins, segir að Björgvin hverfi til annarra starfa hjá 365 miðlum.

DV á rætur að rekja allt aftur til stofnunar Vísis. Eftir harða samkeppni við Dagblaðið á sínum tíma, voru blöðin sameinuðu í DV og verið í höndum margra eigenda. Útgáfu á fylgiblöðum blaðsins, Hér og nú og Sirkus, verður ekki hætt. Breytingin tekur gildi nú um mánaðamótin.

Ari Edwald, forstjóri 365, kynnti starfsmönnum þessa ákvörðun í dag. Páll Baldvin Baldvinsson verður ritstjóri hins nýja DV.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×