Innlent

Hlutabréf í KB banka og Straumi Burðarási lækkuðu

Kauphöll Íslands
Kauphöll Íslands MYND/Gunnar

Hlutabréf í KB banka og Straumi Burðarási lækkuðu í Kauphöllinni í dag. Uppgjör félaganna voru kynnt í morgun en þá varð ljóst að þau slógu öll fyrri hagnaðarmet á fyrstu þremur mánuðum ársins.

Bréf í KB banka lækkuðu um 3,5% en bréf í Straumi Burðarási lækkuðu um tæp 1,2%. Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands lækkaði um rúm 2,6% í dag. Uppgjör félaganna fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins voru kynnt í morgun en bæði félögin sýndu mikinn hagnað á fyrstu þremur mánðum ársins þrátt fyrir andstreymi á opinberum vettvangi. Hagnaður af rekstri KB banka fyrstu þrjá mánuði ársins nam tæpum 19 milljörðum króna eftir skatta, sem er um 70% meiri hagnaður en á sama tímabili i fyrra. Heildareignir bankans nema nú liðlega þrjú þúsund milljörðum króna og hafa aukist um 7% á föstu gengi frá áramótum. Hagnaður Straums- Burðaráss fjárfestingabanka fyrstu þrjá mánuði ársins nam rúmum 19 milljörðum króna, eftir skatta, sem er 317% meiri hagnaður en á sama tímabili i fyrra. Heildareignir bankans nema nú 330 milljörðum króna, sem er rúmlega 200% aukning frá því í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×