Sport

Hatton valdi rangan andstæðing

Ricky Hatton ætlar að leggja Bandaríkin að fótum sér á næstu árum og byrjar frægðarför sína í Boston í næsta mánuði
Ricky Hatton ætlar að leggja Bandaríkin að fótum sér á næstu árum og byrjar frægðarför sína í Boston í næsta mánuði NordicPhotos/GettyImages

Luiz Collazo, andstæðingur breska hnefaleikarans Ricky Hatton, segir að hann hafi gert stór mistök þegar hann samþykkti að mæta sér í hringnum í Boston þann 13. maí. Hatton ætlar sér stóra hluti í Bandaríkjunm og ákvað að þyngja sig til að mæta hinum örvhenta Collazo.

"Þeir halda að Hatton muni valta yfir mig, en þar skjátlast þeim illilega," sagði Bandaríkjamaðurinn. "Hnefaleikar snúast mikið til um stíl og minn stíll hentar Hatton afar illa, þar sem ég er útsmoginn og örvhentur. Hatton var góður í léttari þyngdarflokki, en nú er hann kominn í þyngri flokk og það er allt annar hlutur. Ef hann verður til í slaginn, verður þetta frábær bardagi," sagði Collazo brattur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×