Innlent

Fyrirtaka í máli Friðriks á hendur Sigurði í morgun

Í morgun var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur, meiðyrðamál Friðriks Þórs Guðmundssonar á hendur Sigurði Líndal lagaprófessor vegna ummæla Sigurðar í tengslum við rannsókn flugslyssins í Skerjafirði. Sigurður Líndal var formaður nefndar sem rannsakaði rannsókn flugslyssins og skilaði skýrslu um málið. Greint var frá skýrslunni í fréttum Stöðvar 2 deginum áður en kynna átti hana fjölmiðlum og aflýsti Sigurður þá blaðamannafundi um málið. Hann sakaði Friðrik Þór um að leka skýrslunni í fjölmiðla en því hafnaði Friðrik og höfðaði meiðyrðamál á hendur Sigurði. Hann fer fram á hálfa milljón króna í miskabætur og að Sigurður greiði fyrir birtingu dóms í málinu í þremur dagblöðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×