Innlent

Samningaviðræður í hnút

MYND/Vilhelm Gunnarsson

Kjaraviðræður starfsmanna á dvalar- og hjúkrunarheimilum hlupu í hnút í gærkvöldi, að sögn Álfheiðar Bjarnadóttur, talskonu viðræðunefndar starfsmanna. Hún segir að starfsfólk sé nú farið að leggja drög að uppsögnum.

Samninganefndir Eflingar og Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu funduðu fram á kvöld, en án árangurs, og segir Álfheiður þungt hljóð í fólki. Næsti fundur hefur verið boðaður klukkan eitt í dag í húsi Ríkissáttasemjara, en Álfheiður segist ekki bjartsýn á að sá fundur beri meiri árangur en fundurinn í gær. Viðræðurnar snerta hátt á annað þúsund manns í þremur verkalýðsfélögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×