Forskot Juventus einungis þrjú stig 22. apríl 2006 14:06 Alberto Gilardino gulltryggði sigur AC Milan á Messina. Getty Juventus gerði 1-1 jafntefli við Lazio á heimavelli sínum í dag á meðan AC-Milan sigraði Messina 3-1 á útivelli. Forskot Juventus er því komið niður í 3 stig þegar þrjár umferðir eru eftir en Juventus hefur mistekist að sigra í fimm deildarleikjum í röð. Rocci skoraði fyrsta mark leiksins á 29. mínútu en sex mínútum síðar var Ousmane Dabo rekinn útaf úr liði Lazio sem léku einum færri það sem eftir lifði leiks. Juventus pressaði stíft í síðari hálfleiknum án þess þó að skapa sér umtalsverð færi. David Trezeguet náði svo að jafna á 87. mínútu eftir glæsilegan samleik Patrick Viera og Pavel Nedved. Juventus sóttu stíft það sem eftir lifði leiks og komust þrisvar nálægt því að skora en glæsimarkvarsla hins reynda Angelo Peruzzi og klaufaskapur hjá Svíanum Zlatan Ibrahimovic komu í veg fyrir að Juve fengi öll þrjú stigin. Giuseppi Sculli kom Messina yfir gegn Milan á sjöttu mínútu en Marek Jankulovski og Gennaro Gattuso tryggðu að Milan leiddu 2-1 í hálfleik. Sigurinn var aldrei í hættu og Alberto Gilardino tryggði að Milan hirti öll stigin þrjú með þriðja marki liðsins undir lok leiksins. Nú eru þrjár umferðir eftir í Seria-A og Juventus síður en svo öruggir með titilinn, sérstaklega ef miðað er við gengi liðsins undanfarnar vikur. Þegar Juventus lagði Livorno á útivelli fyrir röskum mánuði síðan þótti einsýnt að þeir mundu tryggja sér titilinn örugglega en nú er þetta aftur orðið hörkuspennandi. Juve eiga næst útileik gegn Siena, þá heimaleik við Palermo og svo útileik gegn Reggina í lokaumferðinni. Milanmenn ætla áreiðanlega ekki að gefa Juve neitt svigrúm til að verða oftar á í messunni enda hafa þeir barist hart þrátt fyrir að staðan hafi virst ómöguleg. Milan eiga eftir heimaleik við Livorno, útileik við Parma og loks heimaleik gegn Roma. Fyrst þurfa þeir þó að fara til Barcelona og leika á Nou Camp í síðari undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar en Barcamenn leiða einvígið 1-0. Staða efstu liða: 1 Juventus 35 82 2 AC Milan 35 79 3 Inter Milan 35 74 4 Fiorentina 35 68 5 AC Roma 35 65 Erlendar Fótbolti Ítalski boltinn Íþróttir Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira
Juventus gerði 1-1 jafntefli við Lazio á heimavelli sínum í dag á meðan AC-Milan sigraði Messina 3-1 á útivelli. Forskot Juventus er því komið niður í 3 stig þegar þrjár umferðir eru eftir en Juventus hefur mistekist að sigra í fimm deildarleikjum í röð. Rocci skoraði fyrsta mark leiksins á 29. mínútu en sex mínútum síðar var Ousmane Dabo rekinn útaf úr liði Lazio sem léku einum færri það sem eftir lifði leiks. Juventus pressaði stíft í síðari hálfleiknum án þess þó að skapa sér umtalsverð færi. David Trezeguet náði svo að jafna á 87. mínútu eftir glæsilegan samleik Patrick Viera og Pavel Nedved. Juventus sóttu stíft það sem eftir lifði leiks og komust þrisvar nálægt því að skora en glæsimarkvarsla hins reynda Angelo Peruzzi og klaufaskapur hjá Svíanum Zlatan Ibrahimovic komu í veg fyrir að Juve fengi öll þrjú stigin. Giuseppi Sculli kom Messina yfir gegn Milan á sjöttu mínútu en Marek Jankulovski og Gennaro Gattuso tryggðu að Milan leiddu 2-1 í hálfleik. Sigurinn var aldrei í hættu og Alberto Gilardino tryggði að Milan hirti öll stigin þrjú með þriðja marki liðsins undir lok leiksins. Nú eru þrjár umferðir eftir í Seria-A og Juventus síður en svo öruggir með titilinn, sérstaklega ef miðað er við gengi liðsins undanfarnar vikur. Þegar Juventus lagði Livorno á útivelli fyrir röskum mánuði síðan þótti einsýnt að þeir mundu tryggja sér titilinn örugglega en nú er þetta aftur orðið hörkuspennandi. Juve eiga næst útileik gegn Siena, þá heimaleik við Palermo og svo útileik gegn Reggina í lokaumferðinni. Milanmenn ætla áreiðanlega ekki að gefa Juve neitt svigrúm til að verða oftar á í messunni enda hafa þeir barist hart þrátt fyrir að staðan hafi virst ómöguleg. Milan eiga eftir heimaleik við Livorno, útileik við Parma og loks heimaleik gegn Roma. Fyrst þurfa þeir þó að fara til Barcelona og leika á Nou Camp í síðari undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar en Barcamenn leiða einvígið 1-0. Staða efstu liða: 1 Juventus 35 82 2 AC Milan 35 79 3 Inter Milan 35 74 4 Fiorentina 35 68 5 AC Roma 35 65
Erlendar Fótbolti Ítalski boltinn Íþróttir Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira