Innlent

6.000 farþegar með Flugfélagi Íslands

Um sex þúsund farþegar ferðuðust með Flugfélagi Íslands um Páskana. Flugbókanir fara rólega af stað eftir Páskana en nokkur áhugi er fyrir ferðum til Grænlands.

Flugumferð gekk vel um Páskana utan á Föstudeginum langa þegar flug féll niður til Ísafjarðar vegna veðurs. Farþegar létu það þó ekki á sig fá og fóru keyrandi en flestir þeirra voru að fara koma fram á Rokkhátíð Alþýðunnar, Aldrei fór ég suður. Um sex þúsund farþegar ferðuðust með Flugfélagi Íslands um Páskana og er það svipaður fjöldi á undanfarin ár.

Inga Birna Ragnarsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Flugfélags Íslands, segir að flugbókanir fari rólega af stað eftir Páskahegina en sumarið líti vel út. Hún segir að mikill áhugi sér fyrir ferðum til Grænlands meðal ferðamanna sem koma hingað en það sé einnig að færast í vöxt að Íslendingar fari í ferðir til Grænlands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×