Innlent

Fiskaflinn helmingi minni en í fyrra

MYND/GVA

Afli íslenskra fiskiskipa fyrstu þrjá mánuði ársins er aðeins rétt rúmlega helmingur þess sem hann var á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs. Mestu munar um að loðnuveiði er mun minni í ár en í fyrra. Rétt rúmlega 180 þúsund tonn veiddust af loðnu á þessari vertíð sem er innan við þriðjungur þeirra 600 þúsund tonna sem veiddust í fyrra. Þrátt fyrir að afli hafi dregist mjög saman hefur dregið minna úr aflaverðmæti. Það er aðeins fimmtán prósentum minna á föstu verðlagi, nú en í fyrra, þrátt fyrir mikinn aflasamdrátt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×