Tiger Woods er heimskur 12. apríl 2006 07:10 Segja má að kylfingurinn Tiger Woods eigi undir högg að sækja þessa dagana vegna óheppilegra ummæla sinna um púttin á Masters-mótinu um síðustu helgi NordicPhotos/GettyImages Íþróttakonan Tanni Grey Thompson frá Wales vandar Tiger Woods ekki kveðjurnar í viðtali við BBC í dag, þar sem hún fordæmir orð sem Woods lét falla þegar hann lýsti lélegum púttum sínum á Masters um helgina og kallaði þau "spastísk." Thompson segir að Woods sé heimskingi að láta annað eins út úr sér og er ekkert á þeim buxunum að fyrirgefa kylfingnum knáa þó hann hafi strax beðist afsökunar á orðum sínum. Thompson er sjálf fötluð og hefur meðal annars unnið sér það til frægðar að vinna til 11 Ólympíugulla í hjólastólaralli og þá hefur hún 6 sinnum sigrað í hjólastólaflokki London-maraþoninu - síðast árið 2002 þegar hún var nýbúin að eignast barn. "Þetta var óneitanlega dálítið heimskulegt af honum að missa svona lagað út úr sér og yfir höfuð heimskulegt að segja svona nokkuð," sagði Thompson, en umdeilt orðfæri kylfingsins fór ansi víða í beinni útsendingu í bæði útvarpi og sjónvarpi. "Hvað með öll börnin sem eru að hlusta á hann og reyna kannski að tileinka sér orðaforða hans? Ætli börnunum finnist ekki allt í lagi að nota svona orð ef sjálfur Tiger Woods talar svona? Maður hélt að hann væri ekki eins og einn af þessum ruddalegu knattspyrnumönnum sem drekka og stunda fjárhættuspil," sagði Thompson, en bætti við að líklega hefði Woods ekki ætlað sér að særa neinn með orðum sínum. "Ég hugsa að það hafi nú ekki verið ætlunin hjá honum að særa neinn, en ég er alveg handviss um að hann lætur ekkert svona lagað út úr sér aftur," sagði Thompson. Talsmaður Woods hefur gefið út yfirlýsingu og sagt að kylfingurinn biðjist afsökunar á því ef hann hafi valdið særindum með orðum sínum og segir það alls ekki hafa verið á dagskránni hjá sér. Erlendar Golf Íþróttir Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Íþróttakonan Tanni Grey Thompson frá Wales vandar Tiger Woods ekki kveðjurnar í viðtali við BBC í dag, þar sem hún fordæmir orð sem Woods lét falla þegar hann lýsti lélegum púttum sínum á Masters um helgina og kallaði þau "spastísk." Thompson segir að Woods sé heimskingi að láta annað eins út úr sér og er ekkert á þeim buxunum að fyrirgefa kylfingnum knáa þó hann hafi strax beðist afsökunar á orðum sínum. Thompson er sjálf fötluð og hefur meðal annars unnið sér það til frægðar að vinna til 11 Ólympíugulla í hjólastólaralli og þá hefur hún 6 sinnum sigrað í hjólastólaflokki London-maraþoninu - síðast árið 2002 þegar hún var nýbúin að eignast barn. "Þetta var óneitanlega dálítið heimskulegt af honum að missa svona lagað út úr sér og yfir höfuð heimskulegt að segja svona nokkuð," sagði Thompson, en umdeilt orðfæri kylfingsins fór ansi víða í beinni útsendingu í bæði útvarpi og sjónvarpi. "Hvað með öll börnin sem eru að hlusta á hann og reyna kannski að tileinka sér orðaforða hans? Ætli börnunum finnist ekki allt í lagi að nota svona orð ef sjálfur Tiger Woods talar svona? Maður hélt að hann væri ekki eins og einn af þessum ruddalegu knattspyrnumönnum sem drekka og stunda fjárhættuspil," sagði Thompson, en bætti við að líklega hefði Woods ekki ætlað sér að særa neinn með orðum sínum. "Ég hugsa að það hafi nú ekki verið ætlunin hjá honum að særa neinn, en ég er alveg handviss um að hann lætur ekkert svona lagað út úr sér aftur," sagði Thompson. Talsmaður Woods hefur gefið út yfirlýsingu og sagt að kylfingurinn biðjist afsökunar á því ef hann hafi valdið særindum með orðum sínum og segir það alls ekki hafa verið á dagskránni hjá sér.
Erlendar Golf Íþróttir Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira