Innlent

Hallar á konur í stjórnum stórfyrirtækja

Viðskiptaháskólinn á Bifröst ætlar að þróa jafnréttiskennitölu til að sýna svart á hvítu hvaða árangri íslensk stórfyrirtæki hafi náð í jafnréttismálum.

Fyrstu niðurstöður benda til sá árangur sé snautlegur því fáar konur eru í stjórnum íslenskra fyrirtækja.

Aðeins 5 eru með jafnmargar eða fleiri konur en karla í stjórn. Ef horft er til Norðulandanna eru slíkar tölur séríslenskt fyrirbæri, sem vekur ekki síst undrun þegar staðreyndin er sú að hvergi er þátttaka kvenna í atvinnulífinu meiri en hér.

Það er Viðskiptaháskólinn á Bifröst sem stendur að því verkefni að birta framvegis upplýsingar um jafnrétti í fyrirtækjum í samstarfi við ráðuneyti og hagsmunaaðila. Þar verður meðal annars hægt að sjá fjölda kvenkyns stjórnarmanna í hverju fyrirtæki fyrir sig og fjölda og kyn æðstu stjórnenda




Fleiri fréttir

Sjá meira


×