Innlent

Stefnir í fjöldauppsagnir

Ófaglærðir starfsmenn dvalar- og hjúkrunarheimila, sem hafa verið í mótmælaaðgerðum undanfarnar tvær vikur, munu funda saman klukkan hálffimm í dag. Búist er við fjöldauppsögnum ófaglærðra starfsmanna í kjölfar fundarins, að sögn Álfheiðar Bjarnadóttur, talsmanns starfsmanna.

Hún segir mikinn samhug og baráttuanda í samstarfsmönnum sínum, þær ætli sér ekki að gefast upp núna, fyrst þær séu byrjaðar á aðgerðum, þá haldi þær þeim til streitu.

Hún segir þó að hver og ein kona verði að taka þessa ákvörðun fyrir sig en mikill hugur sé í konum og henni þyki líklegt að margar ákveði að standa við það sem þær séu byrjaðar á og segi starfi sínu lausu í mótmælaskyni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×