Lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er lokið en það var viðureign nýliða Wigan og Birmingham á JJB Stadium í Wigan. Leiknum lauk með jafntefli 1-1. Andreas Johansson kom heimamönnum yfir með góðu skallamarki í upphafi síðari hálfleiks, en varamaðurinn David Dunn jafnaði metin á 77. mínútu og tryggði liði Birmingham gríðarlega mikilvægt stig í fallbaráttunni.
