Innlent

Heyrnarlausir geta nú sent 112 SMS

MYND/Hari

Heyrnarlausum, heyrnarskertum og öðrum sem eiga erfitt með að tala býðst nú að senda neyðarboð til Neyðarlínunnar, 112 með SMS-skilaboðum. Þjónustan var þróuð í samvinnu við Öryrkjabandalag Íslands og hafa neyðarverðir fengið nauðsynlega þjálfun til þess að bregðast við neyðarbeiðnum sem berast með þessum hætti. Þjónustan verður kynnt þeim sérstaklega sem á þurfa að halda en mikilvægt er að allir aðrir hringi áfram í 112 í neyðartilfellum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×