Innlent

Íslenskur kafbátur í Reykjavíkurhöfn

Íslenskur kafbátur sigldi um Reykjavíkurhöfn í dag í leit að sprengjum.

Kafbáturinn heitir Gavia og framleiddur af fyrirtækinu Hafmynd. Hann er búinn margs konar búnaði svo sem myndavél, seltumæli, sónar, hraðamæli og má nota hann bæði við vísindastörf og sprengjuleit svo eitthvað sé nefnt og er hann reyndar þegar kominn í notkun. Bandaríski sjóherinn á slíkan bát sem notaður er við sprengjuleit og tveir eru notaðir við vísindastörf í Kanada Í dag var fulltrúum Landhelgisgæslunnar, lögreglunnar og danska sjóhersins kynntir kostir kafbátsins. Arnar Steingrímsson markaðsstjóri Hafmyndar segir margs konar not fyrir svona kafbát hér á landi, til dæmis við hafnareftirlit og er fyrirtækið að fara í samstarf við Rannsóknarnefnd flugslysa varðandi leit að svarta kassanum svonefnda í flökum flugvéla sem hafna í sjónum. Verð kafbátsins fer eftir þeim búnaði sem í honum er, frá 12 milljónum og upp í 35 milljónir króna. Að sögn Arnars er samkeppnin hörð á þessum markaði, sem er mjög stór, en hann segir íslenska kafbátinn mjög samkeppnishæfan og að hann hafi ýmsa kosti sem framleiðsla keppinautanna hafi ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×