Innlent

Helstu fjallvegir á Austfjörðum lokaðir

Lögregla á Eskifirði segir ekkert ferðaveður þar og helstu fjallvegir á Austfjörðum eru lokaðir vegna hvassviðris og mikils fannfergis.

Aðeins hefur dregið úr rokinu fyrir austan en þó er útlit fyrir að vindurinn taki sig upp aftur á morgun. Skólabörn á Eskifirði fengu frí í dag vegna veðurs og segir ráðleggur lögregla fólki að vera ekki mikið á ferðinni.

Ekki er búist við mikilli snjóflóðahættu á Austfjörðum en Sigurður segir hins vegar ekki góðar fréttir að rokið taki sig upp aftur á Vestfjörðum þar sem þegar hafi verið komin snjóflóðahætta og segir það ekki góða blöndu að blási ofan á mikil snjóalög.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×