Innlent

Eldur kviknaði í íbúðarhúsi á Stokkseyri

Eldur kom upp í herbergi í íbúðarhúsi á Stokkseyri rétt fyrir klukkan tvö. Búið er að slökkva eldinn en Brunavarnir Árnessýslu komu á staðinn stuttu eftir útkall. Húsráðendur lokuðu herbergishuðinni þegar eldsins varð vart og komu þar með í veg fyrir að eldurinn næði að breiðast út áður en slökkvilið kom á staðinn. Húsráðendur voru ekki í hættu. Eldsupptök eru ekki ljós að svo stöddu en ekki er talið að um mikinn eld hafi verið að ræða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×