Innlent

Fella niður takmarkanir á frjálsri för launafólks

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fella niður takmarkanir á frjálsri för launafólks frá átta Austur-Evrópuríkjum sem fengu aðild að Evrópusambandinu 1. maí 2004. Íbúar þessara ríkja njóta því sömu atvinnuréttinda hér og aðrir íbúar ríkja á evrópska efnahagssvæðinu. Vinnuveitendum ber þó að tilkynna ráðningu fólks frá þessum ríkjum til Vinnumálastofnunar.

Samtök atvinnulífsins fagna afnámi kröfunnar um atvinnuleyfi fyrir þetta fólk. Í tilkynningu frá samtökunum segir að þetta muni draga úr reglubyrði fyrirtækja og stuðla að betra jafnvægi á íslenskum vinnumarkaði og feli í sér hagræði fyrir launafólk þessara landa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×