Innlent

Tveggja manna leitað

Lögreglan í Reykjavík rannsakar frásögn ungrar stúlku sem segir tvo menn hafa rænt sér og annar þeirra hafi reynt að nauðga sér, skammt utan við borgina.

 

Stúlkan var á leið heim til sín í Mosfellbæ á öðrum tímanum aðfararnótt mánudags. Samkvæmt henni stóð maður í vegarkantinum skammt frá Úlfarsfelli og virtist í vandræðum, þannig að hún stöðvaði og renndi niður rúðunni. Maðurinn hafi þá rifið hurðina upp og togaði í hana og slegið hana í höfuðið þannig að hún rotaðist. Hún hafi síðan rankað við sér í aftursæti bílsins og maðurinn haldið henni, en annar maður ekið bílnum. Þá hafi þau verið komin áleiðis að Hafravatni. Bílstjórinn hafi síðan misst stjórn á bílnum og bíllinn hafnað ofan í skurði, en maðurinn í aftursætinu reynt að ná henni úr fötunum, en stúlkan hafi sparkað og streist á móti. Mennirnir hafi að sögn stúlkunnar síðan lagt á flótta eftir að hafa hirt verðmæti úr bílnum, en hún hringdi á hjálp. Stúlkan var á grænum Chevrolet Camaro árgerð 1995. Samkvæmt henni sá hún ekki annan manninn, sem líklega hafi verið Íslendingur, en hinn hafi verið dökkklæddur með höfuðklút, í rauðum Hummelskóm og dökkur yfirlitum og samkvæmt henni af asískum uppruna. Leitarhundar voru meðal annars notaðir til að reyna að finna mennina og umferð stöðvuð í nágrenninu, en mennirnir hafa ekki fundist. Stúlkan hefur litlar upplýsingar gefið til viðbótar við þetta og er málið í rannsókn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×