Innlent

Ákærur gefnar út í 19 af 32 ákæruliðum

Mynd/E.Ól

Sigurður Tómas Magnússon, sérstakur saksóknari í Baugsmálinu, hefur ákveðið að gefa út ákæru í 19 af þeim 32 ákæruliðum sem Hæstiréttur vísaði frá dómi í október síðastliðnum. Þrír eru ákærðir, Jón Ásgeir Jóhannesson, Tryggvi Jónsson og Jón Gerald Sullenberger sem nú er í fyrsta sinn ákærður fyrir aðild að málinu. Hin nýja ákæra lýtur meðal annars að meintu auðgunarbroti í tengslum við kaup Baugs á 10/11-verslunum, ólögmætum lánveitingum til Gaums og skyldra aðila, bókhaldsbrotum og auðgunarbrotum í tengslum við rekstur skemmtibáts í Flórída. Forsvarsmenn Baugs lýsa yfir vonbrigðum með að ákveðið hafi verið að halda málrekstrinum áfram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×