Innlent

Icelandair Cargo tekur fjórðu fraktvélina í notkun

Mynd/Teitur

Icelandair Cargo, dótturfélag Icelandair Group, fékk fjórðu Boeing 757-200 fraktvél félagsins til landsins um helgina. Flugvélin er leigð til sex ára en henni var breytt úr farþegarflugvél í Bandaríkjunum. Flugvélin verður aðallega notuð í alþjóðlegt leiguflug með frakt mun einnig styðja við áætlunarflug Icelandair Cargo til og frá Íslandi og yfir Atlantshafið. Burðargeta vélarinnar er 32 tonn. Icelandair Cargo undirbýr breytingu á fimmtu vélinni sem mun verða tekin í rekstur síðar á árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×