Innlent

Brá þegar flugvél reisti sig fyrirvaralaust

MYND/Teitur
Farþegum í síðdegisflugi Icelandair frá Kaupmannahöfn í gær, var brugðið þegar vélin reisti sig fyrirvaralaust. Flugmaðurinn tilkynnti að önnur flugvél hefði stefnt á móti í sömu flughæð. Skömmu síðar sáu farþegar aðra vél fljúga nokkuð fyrir neðan vél Icelandair. Flugumferðarstjórn á Kastrup gaf fyrirmælin um að hækka flugið, en blaðafulltrúi Icelandair segir að ekki hafi skapast hætta. Atvikið sé ekki tilkynningaskylt og verði ekki rannsakað sem flugatvik





Fleiri fréttir

Sjá meira


×