Innlent

Ekki hægt að lesa úr fjárlagafrumvarpi að framlögum yrði hætt

Íslensku sendinefndinni í varnarviðræðunum við Bandaríkjamenn var sagt að ekki væri hægt að lesa úr fjárlagafrumvarpi Bandaríkjastjórnar að hætta ætti fjárframlögum til varnaliðsins á Miðnesheiði.

Í kvöldfréttum í gærkvöldi kom fram að NFS hefði heimildir fyrir því að fundur Geirs Haarde utanríkisráðherra með Condoleezu Rice 2. febrúar og fundir samninganefnda landanna í kjölfarið hafi verið haldnir vegna þeirrar staðreyndar, sem þá lá fyrir, að Bandaríkjaforseti myndi ekki leggja til að fé yrði lagt í herstöðina í Keflavík eftir 1. október.

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra segir þetta ekki rétt heldur hafi íslensku sendinefndinni verið tjáð að þrátt fyrir að nafnið Keflavík kæmi ekki fram í fjárlögum Bandaríkjastjórnar þá þýtti það ekki að ekki væri gert ráð fyrir að verja féi til Keflavíkur.

Halldór segir að á fundinum í febrúar hafi íslenska sendinefndin lagt fram hugmyndir um hvernig Íslendingar gætu tekið þátt í kostnaði varnarliðsins og að þeim hugmyndum hafi verið vel tekið af Bandaríkjamönnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×