Innlent

Varnarmálin rædd á morgun

Jaap de Hoop Schaeffer, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins mun á morgun hitta George Bush Bandaríkjaforseta þar sem varnir Íslands verða til umræðu. Stjórnendur NATO eru sagðir hafa til skoðunar hvort bandalagið geti haft eftirlit með lofthelgi Íslands. Bandarísk stjórnvöld segja að viðræður um varnarsamstarf við Íslendinga muni hefjast innan skamms. Ekki var þó annað hægt að ráða af orðum Scott McClellans, talsmanns Hvíta hússins, á blaðamannafundi í fyrradag en að frekar verði lögð áhersla á borgaralegar varnir, til dæmis gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi og hryðjuverkum, en hefðbundnar varnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×