Innlent

Dagbækur prins ekki gefnar út í bili

MYND/AP

Karl Bretaprins vann hálfan sigur í máli sem hann höfðaði á hendur blaðinu Mail on Sunday en blaðið hafði komið höndum yfir einkadagbækur prinsins og birt brot úr þeim þar sem prinsinn kallaði stjórnmálamenn í Hong Kong "afdankaðar gamlar vaxdúkkur."

Dómarinn hefur nú viðurkennt að birtingin stríði gegn kröfu Karls um einkarétt og virðingu fyrir einkalífi hans. En blaðið hefur undir höndum sjö dagbækur til viðbótar og vill ríkisarfinn ekki fyrir nokkurn mun að brot úr þeim leki líka út og halda réttarhöldin því áfram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×