Innlent

Mekka mýrarboltans í Tungudal

MYND/Birgir Örn

Tungudalur við Skutulsfjörð verður hugsanlega Mekka mýrarboltaiðkunar á Íslandi ef tillaga umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar hlýtur náð fyrir augum bæjarstjórnar. Þetta kemur fram á vefsvæði Bæjarins besta.

Umhverfisnefnd leggur til að Mýrarboltafélag Íslands fái alls 6000 fermetra svæði fyrir innan tjaldsvæðið í Tungudal til afnota í tilraunaskyni í tvö ár. Þar mætti koma fyrir sex mýrarboltavöllum.

Mýrarboltinn barst til Ísafjarðar árið 2004 en íþróttin er upprunnin í Norður-Finnlandi þar sem menn nýttu auða mýrarfláka til fótboltaiðkunar eftir að skógur hafði verið hogginn niður. Þetta þótti mönnum hin besta skemmtan og eru mýrarboltamót nú með stærri íþróttaviðburðum í Norður-Finnlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×