Innlent

Skoða greiningar með gagnrýnisaugum

Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis.
Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis. MYND/Stefán Karlsson

Hlutabréf í Kauphöll Íslands hafa stigið hægt upp á við í vikunni eftir að hafa fallið um nær 4% á mánudaginn var. Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, segir mikilvægt að fjölmiðlar skoði þær greiningar sem fram koma á fjármálamarkaðnum með gagngrýnisaugum.

Eftir að Fitch Ratings gaf út skýrslu sína um íslenskt efnahagslíf, í síðasta mánuði, fór á stað nokkur lækkun á krónunni og hlutabréfum í Kauphöll Íslands. Fleiri aðilar hafa síðan birt skýrslur er lúta að íslenska fjármálaheiminum og hafa fjölmiðlar hér á landi fjallað um þær.

Bjarni Ármannson, forstjóri Glitinis, fyrrum Íslandsbanka, telur að oft vanti upp á umfjöllun íslenskra fjölmiðla um greiningar á íslenskum fjármálamarkaði en sér fyrir sér ákveðin kynslóðaskipti sem muni breyta því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×