Innlent

Hermönnum í Keflavík fækkað um 60% á 15 árum

Varnarliðsmenn á æfingu.
Varnarliðsmenn á æfingu. MYND/Einar Ólason

Bandarískum hermönnum í varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli hefur fækkað um rúm 60% frá endalokum kalda stríðsins fyrir fimmtán árum og enn frekari fækkun þýðir að ýmsum þjónustustofnunum á vellinum verður lokað.

Við lok kalda stríðsins voru hér rétt tæplega 5000 bandarískir hermenn, en eru nú komnir niður í liðlega 1200. Þeim mun enn fækka um vel á annað hundrað, að minnstakosti, þegar þyrlusveitin og herþoturnar fara í haust.

Þar með telja kunnugir í herstöðinni, að grundvellinum sé kippt undan ýmissi þjónustustarfssemi á vallarsvæðinu sem hermenn gera kröfur til um allan heim. Á sama tíma og hermönnum hefur fækkað svo mjög, hefur flugvélum fækkað um 70%, eða úr 37 í 10, og bráðum verður engin flugvél með heimahöfn í herstöðinni.

Felstar urðu herþoturnar hér 18, en nú eru 4 eftir. Viss samhljómur er í tilkynningu bandaríkjastjórnar núna og fyrir 45 árum, þegar ákveðið var að kalla liðsveitir landhersins héðan á brott, þar sem þær væru orðnar óþarfar eftir að skjótir herlfutningar í lofti höfðu verið tryggðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×