Innlent

Baugsmálið rætt á þingi

Sigurjón Þórðarsons, þingmaður Frjálslynda flokksins, ynnti dómsmálaráðherra við upphaf þings í morgun eftir viðbrögðum við sýknudómi í Baugsmálinu. Hann taldi rétt að farið yrði yfir málið enda hafi kostnaður vegna þess verið gríðarlegur. Hann spurði dómsmálaráðherra hvort hann myndi axla pólitíska ábyrgð vegna málsins. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, sagði ræðu Sigurjóns vera fyrir neðan virðingu þingsins og að hann myndi ekki ræða Baugsmálið í sölum Alþingis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×