Íbúum hefur ekki fjölgað jafn mikið í rúm fjörtíu ár 15. mars 2006 21:41 Verkemenn við Kárahnjúka. Mynd/Vísir Á síðasta ári fjölgaði íbúum hér á landi meira en í rúm fjörtíu ár. Þar af fjölgaði íbúum hlutfallslega mest á Austurlandi og þar eru hvað mestu skekkjur í kynjahlutföllunum enda flestir nýbúar á Austurlandi karlmenn með erlent ríkisfang. Þann 31. desember síðastliðinn voru íbúar á Íslandi 299.891 samkvæmt hagtíðindum Hagstofu Íslands. Það er 2,2% fleiri íbúar en árið 2004 þegar þá voru skráðir rúmlega 293 þúsund íbúar á Íslandi. Slík fjölgun hefur ekki sést hér á landi síðan seint á 6. áratugnum en þá starfaði fólksfjölgunin einkum af miklum fjölda fæðinga og bættum lífslíkum. Nú er öldin óneitanlega önnur og eru það nú einkum aðflutt vinnuafl sem orsakar þessa miklu fjölgun íbúa. Athygli vekur að íbúum fjölgaði á öllum landsvæðum nema á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Íbúum heldur áfram að fjölga á höfuðborgarsvæðinu en fólksfjölgun hefur einnig aukist á öllum landsvæðum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, sérstaklega á Suðurnesjunum en þar fjölgaði íbúum um tæp 5% á árinu 2005. Líkt og nærri má geta er þó mesta hlutfallslega mesta fjölgun íbúa á Austurlandi eða um rúm 11%. Flestir nýbúanna á Austurlandi eru erlent vinnuafl og í raun hefur íslenskum ríkisborgurum fækkað á Austurlandi. Kynjahlutföll eru afar ójöfn á Austurlandi en þar eru 1367 karlmenn á móti hverjum 1000 konum. Aldurssamsetning þjóðarinnar er einnig að breytast. Þegar mannfjöldapíramídar frá árinu 1960 og 2005 eru bornir saman sést glögglega að barneignir eru að dragast saman en árið 1960 voru árgangar undir 20 ára aldri mjög fjölmenni á móti því sem nú er, eða 12,5% árið 1960 á móti 7% núna. Að sama skapi eru Íslendingar alltaf að eldast og því fer fólki fjölgandi í elstu aldurshópunum. Íslenska þjóðin telst þó ung í samanburði við aðrar Evrópuþjóðir. Hlutfall aldraðra er enn nokkuð minna hér á landi en í flestum Evrópulöndum, þar sem barneignir hafa verið að dragast saman á síðustu áratugum. Það hefur þau áhrif að einstaklingar á vinnufærum aldri verða færri en samanlagður fjöldi þeirra sem teljast utan hans, það er börn og aldraðir. Fréttir Innlent Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Á síðasta ári fjölgaði íbúum hér á landi meira en í rúm fjörtíu ár. Þar af fjölgaði íbúum hlutfallslega mest á Austurlandi og þar eru hvað mestu skekkjur í kynjahlutföllunum enda flestir nýbúar á Austurlandi karlmenn með erlent ríkisfang. Þann 31. desember síðastliðinn voru íbúar á Íslandi 299.891 samkvæmt hagtíðindum Hagstofu Íslands. Það er 2,2% fleiri íbúar en árið 2004 þegar þá voru skráðir rúmlega 293 þúsund íbúar á Íslandi. Slík fjölgun hefur ekki sést hér á landi síðan seint á 6. áratugnum en þá starfaði fólksfjölgunin einkum af miklum fjölda fæðinga og bættum lífslíkum. Nú er öldin óneitanlega önnur og eru það nú einkum aðflutt vinnuafl sem orsakar þessa miklu fjölgun íbúa. Athygli vekur að íbúum fjölgaði á öllum landsvæðum nema á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Íbúum heldur áfram að fjölga á höfuðborgarsvæðinu en fólksfjölgun hefur einnig aukist á öllum landsvæðum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, sérstaklega á Suðurnesjunum en þar fjölgaði íbúum um tæp 5% á árinu 2005. Líkt og nærri má geta er þó mesta hlutfallslega mesta fjölgun íbúa á Austurlandi eða um rúm 11%. Flestir nýbúanna á Austurlandi eru erlent vinnuafl og í raun hefur íslenskum ríkisborgurum fækkað á Austurlandi. Kynjahlutföll eru afar ójöfn á Austurlandi en þar eru 1367 karlmenn á móti hverjum 1000 konum. Aldurssamsetning þjóðarinnar er einnig að breytast. Þegar mannfjöldapíramídar frá árinu 1960 og 2005 eru bornir saman sést glögglega að barneignir eru að dragast saman en árið 1960 voru árgangar undir 20 ára aldri mjög fjölmenni á móti því sem nú er, eða 12,5% árið 1960 á móti 7% núna. Að sama skapi eru Íslendingar alltaf að eldast og því fer fólki fjölgandi í elstu aldurshópunum. Íslenska þjóðin telst þó ung í samanburði við aðrar Evrópuþjóðir. Hlutfall aldraðra er enn nokkuð minna hér á landi en í flestum Evrópulöndum, þar sem barneignir hafa verið að dragast saman á síðustu áratugum. Það hefur þau áhrif að einstaklingar á vinnufærum aldri verða færri en samanlagður fjöldi þeirra sem teljast utan hans, það er börn og aldraðir.
Fréttir Innlent Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira