Innlent

Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald í hnífsstungumáli

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem grunaður er um að hafa stungið annan mann á skemmtistað í Reykjvík aðfaranótt 5. mars síðastliðinn. Maðurinn skal sitja í gæsluvarðhaldi þar til réttað hefur verið í máli hans, þó ekki lengur en til 21. apríl næstkomandi. Maðurinn liggur undir grun um að hafa veitt öðrum manni fimm stungusár með vasahníf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×