Innlent

Þrír Litháar í gæsluvarðhaldi

Lithái var handtekin á Keflavíkurflugvelli fyrir um hálfum mánuði síðan og úrskurðaður í gæsluvarðhald, en hann tengist amfetamínframleiðslu hér á landi. Tveir landar hans sitja einnig í gæsluvarðhaldi.

Mikil leynd ríkti um handtöku mannsins sem var fyrir tveimur vikum síðan vegna rannsóknarhagsmuna,  því talið er að maðurinn tengist tveimur öðrum Litháum sem nú sitja í gæsluvarðhaldi. Maðurinn kom til landsins með mikið magn af efnum til amfetamíngerðar sem voru í fljótandi formi í nokkrum flöskum. Landi mannsins var  handtekinn á Keflavíkurflugvelli í byrjun febrúar, en hann hafði í fórum sínum, amfetamín á lokastigi framleiðslu og var félagi hans sem er búsettur hér á landi einnig handtekinn.

Rannsókn þessa máls er mjög umfangsmikil og vill fíkniefnalögreglan ekkert tjá sig um málið að svo stöddu. Talið er að hægt hefði verið að framleiða um 10-12  kíló af amfetamíni úr þeim efnum sem mennirnir reyndu að smygla inn til landsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×