Innlent

Skiptar skoðanir um heilbrigðismál

Jónína Bjartmarz fór fyrir nefndinni
Skiptar skoðanir eru á álitum nefnda heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um endurskilgreiningu verksviða innan heilbrigðisþjónustunnar. Álitunum er ætlað að móta framtíðarumgjörð íslenskrar heilbrigðisþjónustu.

Haldinn var opinn kynningar- og umræðufundur um niðustöður tveggja nefnda sem báðar fjalla um þau grundvallaratriði og lagaramma sem íslensku heilbrigðiskerfi er ætlað að mótast af. Tillögur nefndanna taka á ýmsum málum innan heilbrigðiskerfisins eins og fjármálum, sértækum viðfangsefnum, uppbyggingu spítalanna, skilgreiningu ferliverka, sjúkratryggingavernd og þjónustugjöldum. Lagt er til að skilgreindar verði þrjár tegundir sjúkrahúsa það er landssjúkrahús, svæðissjúkrahús og umdæmissjúkrahús og að Landspítalinn verði landssjúkrahús. Þá er lagt til að Landspítalinn og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri verði svæðissjúkrahús þar sem fram fer sérhæfð sjúkrahús en önnur sjúkrahús verði svokölluð umdæmissjúkrahús. Jafnframt er lagt til að stjórnanefnd Landspítalans verði lögð niður og í staðinn verði komið á fót sérstakri ráðgjafanefnd. Fram kom á fundinum óánægja með að stjórnanefnd yrði lögð niður og að ábyrgð færð af læknum. Eins kom fram gagnrýni á tillögu nefndanna um fjármögnum heilbrigðiskerfisins og hún sögð draumkennd en óframkvæmanleg. Þá var bent á að með tillögunum væri verið að auka miðstýringu spítalanna fremur en að dreifa valdsviðinu eins og gert er í einkareknum fyrirtækjum. Heyra mátti á læknum sem sóttu kynningarfundinn að ráðherra mætti búast við mikilli gagnrýni frá læknum og varað við að gera stökkbreytingar innan heilbrigðiskerfisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×