Innlent

Dönsku bankarnir verða að auka umsvif sín

Mynd/GVA

Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri verðbréfasviðs Landsbankans segir að dönsku bankarnir verði að auka umsvif sín á sviði verðbréfaviðskipta og eignaumsýslu, eins og íslensku bankarnir geri, ef þeir vilji standa sig á alþjóðavettvangi. Jótlandspósturinn greinir frá þessu heilræði Yngva til danskra bankastjóra, sem kom fram í ítarlegu viðtali danska viðskiptablaðsins Börsens við hann. Yngvi segir að dönsku bankarnir, og reyndar allir skandinavísku bankarnir verði að taka meiri áhættu á þessu sviði til að ná árangri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×