Innlent

Enn verið að opnað tilboð í lóðir í Úlfarsárdal

Mikil örtröð var á skrifstofum framkvæmdasviðs í gær þegar tilboðin streymdu inn.
Mikil örtröð var á skrifstofum framkvæmdasviðs í gær þegar tilboðin streymdu inn. MYND/E.Ól

Starfsmenn framkvæmdasviðs unnu sleitulaust í alla nótt við að opna tilboð í lóðir í Úlfarsárdal og skrá þau. Klukkan hálfátta í morgun voru þeir enn að og var þá búið að skrá tilboð á fjórða hundrað bjóðenda. Haft er eftir Ágústi Jónssyni, skrifstofustjóra framkvæmdasviðs, á vef framkvæmdasviðs að hann sjái fyrir endann á verkinu en niðurstöður útboðsins verða birtar á vef framkvæmdasviðs í beinu framhaldi og skráningin liggur fyrir í heild sinni. 120 lóðir fyrir 408 íbúðir voru boðnar út í þessu fyrsta útboði í Úlfarsárdal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×