Innlent

Framíð Kúbu er björt segir dóttit Che Guevara

Framíð Kúbu er björt og hið sósíalíska ríki mun lifa þótt Kastró falli frá segir dóttir byltingaleiðtogans Che Guevara. Hún er stödd hér á landi í fyrirlestraferð um Norðurlöndin.

Aleida Guevara March er hér í boði vinafélags Íslands og Kúbu. Í hádeginu hélt hún fytrirlestur um alþjóðavæðingu í Háskólanum í Reykjavík.

Faðir Aleidu sjálfur Che var hægri hönd Kastrós í byltingunni. Í fyrra vakti mikla athygli heimildarmynd um Che Guevara, Mótorhjóladagbækurnar, þar sem segir frá því hvernig hann breyttist úr hinum unga argentínska læknanema, Ernesto, í Che, byltingahetju og tákn vopnaðrar baráttu um alla Suður Ameríku.

En hann var líka grimmur skæruliðaforingi og fangelsisstjóri sem fyrirskipaði morð, sumir segja þúsunda manna og tók all nokkra af lífi með eigin hendi.

Vináttufélag Íslands og Kúbu gengst fyrir opnum fundi á Grand hóteli klukkan átta í kvöld. Þar geta áhugasamir hlýtt á Aleidu tala um Kúbu og rætur sínar en einnig um læknisstörf sín á barnaspítala í Havana og hjálparstörf í Angóla, Ekvador og Níkaragva.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×