Innlent

Fagnar yfirlýsingum ráðherra um lækkun vörugjalda

MYND/Sigurður Jökull

Framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna fagnar yfirlýsingum Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra um að lækka vörugjöld til þess að lækka matvælaverð. Hann segir þó að meira þurfi til eins og eitt virðisaukaskattþrep og virkt eftirlit með fákeppni á smásölumarkaði.

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra lýsti því yfir í umræðum á Alþingi í gær um matvælaverð að vörugjöld væru há hér á landi og að hann vildi breyta þeim. Með vörugjöldum er átt við gjöld sem lögð eru á vörur við innflutning, en þau eru misjöfn eftir því um hvaða vörur er að ræða

Framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna fagnar hugmyndum ráðherrans. Það hafii verið stefna félagsins frá fyrstu tíð að afnema þessi gjöld þar sem þau standist ekki að mati þess. Þetta sé eitt fáránlegast form skattheimtu því almenningur sjá skattinn hvergi.

Andrés segir að almennt sé talið að vörugjöld vegi um tvö prósent í matvælaútgjöldum heimilanna. Fleira sé hægt að gera til að lækka matvælaverð. Að lækka virðisaukaskatt á matvælum, þá sérstaklega að færa skattinn úr tveimur þrepum, 14 og 24,5 prósent, í eitt þrep.

Fulltrúar Félags íslenskra stórkaupmanna ganga á morgun á fund nefndar forsætisráðherra sem ætlað er að skoða ástæður hás matvælaverðs hér á landi. Hvaða skilboð fara stórkaupmenn með á fundinn? Andrés segir að áhersla verði lögð á tvennt. Annars vegar að lækka aðflutningsgjöld, þá sérstaklega á búvörum, og hins vegar að beina sérstaklega sjónum að þeirri fákeppni sem ríki á smásölumarkaði á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×