Innlent

Þýsk menningarmál endurskipulög hér á landi

Til stendur að hætta starfsemi í þýsku menningarstofnuninni Goethe Zentrum hér á landi. Ekki er þó ætlunin að slíta menningartengslin við Ísland heldur efla þau og gera skilvirkari að sögn nýs menningarfulltrúa Þjóðverja hér á landi.

Goethe Zentrum hefur verið á þriðju hæð Laugavegar 18 undanfarin ár en hún tók við af Goethe-stofnuninni sem lögð var niður árið 1998. Þar hafa Íslendingar getað sótt þýskunámskeið og kvikmyndasýningar auk þess sem veglegt bókasafn er á staðnum. 30. apríl næstkomandi stendur hins vegar til að hætta starfseminni þar en í staðinn hefur verið skipaður menningarfulltrúi Goethe-stofnunarinnar í Kaupmannahöfn með aðsetur á Íslandi, Stefanie Hontscha.

H ún segir ástæðurnar fyrir breytingunum ekki sparnað. Ákveðið hafi verið að drag a úr útgjöldum í leigu og innviði og verja meira fé í menningarviðburði. Stefnt sé að því að leita meira inn í íslenskar menningarstofnanir og vinna frekar með þeim. Farið sé úr húsnæðinu til þess að sýna Íslendingum að Þjóðverjar vilj i kynnast þeim betur.

Stefnt er að því að flytja bækurnar í Goethe Zentrum á íslenskt bókasafn til þess að reyna að ná til fleiri Íslendinga, en um 2000 manns koma nú ár hvert á bókasafnið og á kvikmyndasýningar á Laugavegi 18.

Stefanie segir unnið að fjölmörgum viðburðum á næstu mánuðum. Við höfum áætlanir en ég get ekki greint frá þeim núna. Við stefnum að viðburðum sem spanna munu allt frá upplestri og kvikmyndasýningum til leiklistar, tónlistar, þar á meðal popptónlistar. Við viljum ná til fólks á öllum aldri. Ekkert er fast í hendi en við munum kynna dagskrá í mars."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×