Innlent

Björgunarsveitir af Suðurnesjum og Hafnarfirði voru kallaður út í nótt

Björgunarsveitarmaður við leit
Björgunarsveitarmaður við leit MYND/Vilhelm Gunnarsson

Björgunarsveitir af Suðurnesjum og Hafnarfirði voru kallaður út klukkan 03:17 í nótt vegna ungs manns sem saknað var. Í fréttatilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg kemur fram að 35 björgunarsveitamenn á 9 ökutækjum og tveimur sexhjólum hafi tekið þátt í leitinni. Áhersla var lögð á slóða og fáfarna vegi á Reykjanesi en maðurinn fannst í bíl sínum við Vigdísarvelli um klukkan 07:00 í morgun. Var hann fluttur með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×