Innlent

Formaður Gusts segir af sér

MYND/GVA

Þóra Ásgeirsdóttir, formaður hestamannafélagsins Gust, sagði af sér formennsku á félgasfundi Gusts í kvöld. Þóra taldi sig ekki hafa nægan stuðning félagsmanna til að takast á við uppkaup á hesthúsum á svæðinu. Fjárfestar eiga nú þegar tæplega helming af húsum á svæðinu. Meirihluti félagsmanna vill að nýtt athafnasvæði verði gert fyrir félagið á Kjóavöllum en Þóra vill hins vegar ekki flytja starfsemi félagsins frá Glaðheimum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×