Innlent

Myndir af ráninu

Lögreglan leitar enn að ungum manni sem rændi Happdrætti Háskóla Íslands við Tjarnargötu á mánudaginn var. Lögreglan hefur nú birt myndir úr eftirlitsmyndavél sem teknar voru klukkan 11:54 á mánudaginn.

Á myndunum sést ungur maður í bláleitum samfestingi með hettu en maðurinn var með svört sólgeraugu. Ef einhver kannst við fatnað mannsins er hann beðinn að hafa samband við lögregluna í Reykjavík í síma 843-1213. Reiðhjól sem maðurinn var á var skilið eftir fyrir utan dyr Happdrættsins en maðurinn gekk að kassa fyrir innan afgreiðsluborð þegar hann kom inn og er hann sem fyrr segir enn ófundinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×