Innlent

Málefni Gusts að skýrast

MYND/GVA

Málefni hestamannafélagsins Gusts í Kópavogi hafa verið í talsverðum ólestri síðustu mánuði en Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, segir málefni Gustara munu skýrast á næstu dögum.

Framtíðarnefnd Gusts hefur nú skilað áliti sínu til stjórnar félagsins og segir þar að tveir kostir séu vænlegir fyrir félagið. Annars vegar að tryggja félaginu svæðið í Glaðheimum þar sem það er nú eða að finna félaginu nýtt svæði á Kjóavöllum á milli Heimsenda og Andvara. Stjórn Gusts hefur boðað til almenns félagsfundar á morgun þar sem þessi mál verða rædd og í kjölfarið verður tillögum félagsins komið til bæjaryfirvalda í Kópavogi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×